13.12.1980
Sameinað þing: 34. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1426 í B-deild Alþingistíðinda. (1402)

1. mál, fjárlög 1981

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Í ræðu minni í gær minntist ég á þetta mál og tók það sem dæmi um hvernig ekki ætti að standa að ákvörðunum þegar efna á til kostnaðar vegna hafnarmannvirkja. Ég vil nefna að hér er um að ræða hafnarmannvirki sem reyndar er á hafnaáætlun. Breytingar hafa verið gerðar á þeim áætlunum og þær eru óklárar, en heyrst hefur talað um 2 milljarða á hinni nýju áætlun. Á meðan svo stendur á tel ég óviðunandi að þm. eins kjördæmis geti fært fjárveitingu frá öðru hafnarmannvirki til þessa mannvirkis. Ég tel það vera til vansa öllum vinnubrögðum, en mun samt sem áður ekki greiða atkv.