17.12.1980
Neðri deild: 34. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1629 í B-deild Alþingistíðinda. (1722)

155. mál, ferðagjaldeyrir

Frsm. meiri hl. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég skal gera það sem í mínu valdi stendur til að spilla ekki frekar en orðið er matartíma hv. þm. Hér er um mál að ræða sem ég get haft stutta framsögu fyrir. Þetta gjald var lagt á fyrir einum 2–3 árum og um er að ræða að framlengja það. Meiri hl. fjh.- og viðskn. leggur til að frv. verði samþ., en minni hl. skilar séráliti.