18.12.1980
Efri deild: 40. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1669 í B-deild Alþingistíðinda. (1804)

157. mál, nýbyggingargjald

Frsm. (Lárus Jónsson):

Herra forseti. Ég hef þá ánægju að mæla hér fyrir nál. hv. fjh.- og viðskn. um frv. til l. um afnám laga nr. 117 30. des. 1978, um nýbyggingargjald. Það gerist ekki oft, að hæstv. ríkisstj. leggi fram frv. um afnám skatta, en sá sögulegi atburður gerðist nú fyrir nokkrum vikum.

Hv. fjh.- og viðskn. mælir einróma með því, að þetta frv. verði samþ., um að nema þennan skatt úr lögum.