18.12.1980
Efri deild: 40. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1685 í B-deild Alþingistíðinda. (1824)

171. mál, jöfnunargjald

Frsm. minni hl. (Kjartan Jóhannsson):

Herra forseti. Kannast hv. þm. við það, að á s.l. ári hafi Alþfl. flutt brtt. við skattstigafrv. sem fólu í sér stórlega lækkun á tekjuskatti á lægri tekjur og miðlungs tekjur? Kannast þm. við það? (Gripið fram í: Þá var hann í stjórnarandstöðu. Hvað gerði hann í stjórn?) Ég er búinn að upplýsa hvað hann gerði í stjórn. (Gripið fram í: Lækkaði hann tekjuskattinn í stjórn?) Hann lækkaði tekjuskatt á lægri tekjum miðað við það sem hinir samstarfsflokkarnir vildu hafa.