18.12.1980
Neðri deild: 39. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1718 í B-deild Alþingistíðinda. (1894)

176. mál, vörugjald

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Með samþykkt þessa frv. er verið að mismuna íslenskum iðngreinum á fráleitan hátt. Það, sem er verið að gera með samþykkt þessa frv., er að fara þveröfugt við það sem hefur verið reynt að fara á liðnum árum hjá öllum verðbólguríkisstjórnum sem hér hafa verið við völd, að halda uppi atvinnu í landinu. Með samþykkt þessa frv. má búast við að reykvískt iðnverkafólk fái í jólagjöf frá þeim, sem að samþykkt frv. standa, atvinnuleysi yfir sig. M.a. vegna þess að ég er á móti því og á móti mismunun milli iðngreina, sem ég hef getið um, segi ég nei.