18.12.1980
Neðri deild: 39. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1719 í B-deild Alþingistíðinda. (1897)

176. mál, vörugjald

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ég greiddi atkv. gegn lækkun úr 10% gjaldi í 7%, ekki vegna þess að ég sé andvígur lækkun þessa gjalds, heldur vegna þess að ég er andvígur þeim gjöldum sem hér er um að ræða, bæði á sælgæti og á gosdrykki. Ég tel, að þessir síhækkandi skattar stefni atvinnuöryggi fólks í hættu, og segi því nei.