19.12.1980
Sameinað þing: 38. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1750 í B-deild Alþingistíðinda. (1938)

178. mál, frestun á fundum Alþingis

Forsrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Á morgun, 20. des., er gert ráð fyrir að Alþingi hafi lokið þeim störfum og afgreiðslu þeirra mála sem sérstök þörf var á að ljúka fyrir jól. Í sögu Alþingis nú um alllangt skeið hefur það oftast verið svo, að fundum Alþingis hefur þá verið frestað fram eftir janúarmánuði eða fram í síðari hluta þess mánaðar. Að þessu sinni er ætlunin að svipaður háttur verði á hafður og oftast hefur verið að undanförnu og því er borin fram af hálfu ríkisstj. till. á þskj. 267 um að Alþingi álykti að veita samþykki sitt til þess, að fundum þingsins verði frestað frá 20. des. 1980 eða síðar, ef henta þykir, enda verði það kvatt saman á ný eigi síðar en 26. jan. 1981.

Ég vænti þess, að hv. þingheimur fallist á þessa tillögu.