19.12.1980
Efri deild: 42. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1837 í B-deild Alþingistíðinda. (1980)

160. mál, minnsta mynteining við álagningu opinberra gjalda

Frsm. (Ólafur Ragnar Grímsson):

Herra forseti. Þetta frv. barst fjh.- og viðskn. fyrir nokkrum vikum. Nefndin hefur beðið með afgreiðslu þess samkvæmt ósk einstakra nm. sem vildu tála kanna hvort í Nd. væri fylgi fyrir frv. Alþfl. um að fresta myntbreytingunni. Nú hefur komið í ljós að það frv. Alþfl. nýtur ekki fylgis í Nd. og myntbreyting verður hér um áramót. Þess vegna er nauðsynlegt að gera ýmiss konar tæknilegar ráðstafanir vegna hennar sem þetta frv. fjallar að hluta til um. Vegna þess mælir nefndin með því, að frv. verði samþykkt, svo að framkvæmd myntbreytingarinnar hvað þetta tæknilega atriði snertir geti verið með snurðulausum hætti.