20.12.1980
Sameinað þing: 39. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1861 í B-deild Alþingistíðinda. (2053)

1. mál, fjárlög 1981

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Eins og eignarskatturinn er áætlaður í frv. eins og það var lagt fram er gert ráð fyrir, að hann meira en tvöfaldist. Hér er gert ráð fyrir að eignarskattur hækki um ca. 150%. Þessi hækkun mun fyrst og fremst bitna með miklum þunga á öldruðu fólki sem hefur skertar tekjur, auk þess sem þetta mun skerða tekjumöguleika sveitarfélaganna. Þessi hækkun eignarskattsins kallar á endurskoðun á álagningarstigum og brýtur í bága við grundvallarstefnu Sjálfstfl. eins og henni hefur m.a. verið lýst af núv. hæstv. forsrh. Ég segi nei.