20.12.1980
Sameinað þing: 39. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1866 í B-deild Alþingistíðinda. (2078)

1. mál, fjárlög 1981

Matthías Bjarnason:

Herra forseti. Ég lýsti gangi þessa máls í ræðu hér í þingi seint í gærkvöld og skýrði þar frá hvernig kerfið eða samstarfsnefnd með opinberum framkvæmdum hefði leikið það fjármagn, sem í þessa byggingu var varið, með því að láta það brenna upp nú ár eftir ár í verðbólgubálinu. Það kemur glöggt í ljós af svörum fjmrh., að hann ætlar að halda sama leiknum áfram með yfirlýsingu sinni, og nú er þegar upplýst hver er á bak við samstarfsnefndina með opinberum framkvæmdum um hátterni hennar allt. Og nú tel ég ekki lengur hjá því komist að flytja frv. fljótlega eftir áramótin um að leggja þann óskapnað niður sem heitir Samstarfsnefnd með opinberum framkvæmdum og kemur í veg fyrir það, að hægt sé að framfylgja lögum sem Alþingi sjálft hefur sett. Ég lýsi furðu minni á atkv. þeirra þm., sem greiða atkv. gegn framkvæmdum þvert á þau lög sem

þeir áður hafa tekið þátt í að samþykkja, og ég segi já.