20.12.1980
Sameinað þing: 39. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1872 í B-deild Alþingistíðinda. (2100)

1. mál, fjárlög 1981

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Ég gat um það í gær, hvernig væri ástatt fyrir þeim bát sem gengur á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja, þar sem svo er komið að ef teknir eru vanskilavextir, þá eru þeir tæpar 3 millj. á degi hverjum. Ég hefði talið að það hefði verið enn þá meiri ástæða til þess að breyta þeim skuldum og flytja till. um það hér. Ég viðurkenni og sagði enn fremur að það væri ástæða til þess með Akraborg, ef það skip á að ganga áfram á milli Reykjavíkur og Akraness. Með tilvísun til þess, sem fjmrh. sagði áðan, segi ég nei.