03.02.1981
Sameinað þing: 44. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2069 í B-deild Alþingistíðinda. (2296)

177. mál, iðngarðar

Fyrirspyrjandi (Eggert Haukdal):

Herra forseti. Hinn 15. maí 1979 var samþykkt svohljóðandi þáltill.:

„Alþingi ályktar að feta ríkisstj. að undirbúa löggjöf um byggingu iðnaðarhúsnæðis með samstarfi einstaklinga, félagasamtaka og sveitarstjórna og með stuðningi ríkisins. Hafa skal samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga, Iðnlánasjóð, Iðnþróunarsjóð, Byggðasjóð, Félag ísl. iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna. Könnun þessari og undirbúningi skal hraðað svo sem unnt er.“

Og nú spyr ég: Hvað líður framkvæmd þessarar þál.?