12.02.1981
Neðri deild: 52. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2284 í B-deild Alþingistíðinda. (2487)

189. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Benedikt Gröndal:

Herra forseti. Það þarf ekki að rifja upp einstök mál til að átta sig á þeirri gömlu staðreynd, að dómendur geta lesið yfir og skoðað umræður á Alþingi, meðan þeir eru að glöggva sig á hvernig þeir ætla að dæma eða skilja lög.

Í öðru lagi dreg ég ekki í efa að hv. þm. eða hver sem er getur sagt hver hans túlkun sé. En hv. þm. sagði með allmiklum gusti, að hann lýsti því yfir að hans orð væru skilningur Alþingis á málinu. Það er það, sem ég mótmæli.