19.02.1981
Efri deild: 54. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2419 í B-deild Alþingistíðinda. (2596)

Umræður utan dagskrár

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Það er aðeins örstutt athugasemd í tilefni af því sem hæstv. forsrh. sagði. — Ég skildi hann fyrst þannig, að honum þætti ég og félagar mínir fara nokkuð geyst í þessu máli, að bera fram till. um breyt. á frv. um lánsfjárlög fyrir árið 1981. En þegar leið á ræðu hæstv. forsrh. kom það út úr henni, að honum finnst að við förum ekki nógu hratt. Hann hefur áhyggjur af því, að það sé ekki nógu skjót leið að bíða eftir afgreiðstu frv. um lánsfjárlög og hefur áhyggjur af því, eins og hann orðaði það, að flokksmenn mínir, sem eru líka flokksmenn hans, séu að tefja það mál. En ég skal fullvissa hæstv. forsrh. um það, að flokksmenn mínir og flokksmenn hans eru ekki að gera neitt illt af sér með þessum tillöguflutningi.