24.02.1981
Sameinað þing: 53. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2511 í B-deild Alþingistíðinda. (2681)

Umræður utan dagskrár

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Hv. félmrh. virtist ekki gera sér grein fyrir því, hvað hér var að ske. Forseti var að taka mál út af dagskrá. Ef hann hefði frestað dagskránni þar til utandagskrárumr. væri lokið hefði engin athugasemd komið, en hann tekur út af dagskrá allar fsp., að þeim tveimur undanskildum sem þegar hafði verið svarað.

Ég var að gagnrýna að dagskrármálunum skyldi ekki frestað þar til utandagskrárumr. væri lokið og hægt væri þá að halda áfram og svara þeim fsp. sem tími gæfist til, ef utandagskrárumr. hefði verið lokið fyrir kl: 4. Það var ég að gagnrýna, en ekki að það væri verið að fresta einhverju. Það er verið að taka fsp. út af dagskrá.