24.02.1981
Sameinað þing: 53. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2511 í B-deild Alþingistíðinda. (2682)

Umræður utan dagskrár

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins skýra frá því, að um miðjan dag í gær var haldinn fundur formanna þingflokka ásamt með forseta, — að vísu gat einn formaður ekki setið á þeim fundi, — og á þeim fundi var gert samkomulag um þinghaldið næstu tvær vikur. Í því samkomulagi fólst m.a. að fundur í Sþ. í dag mundi ekki standa lengur en til kl. 4, þá hæfust deildarfundir til þess að unnt væri að afgreiða frv. til staðfestingar á brbl. hæstv. ríkisstj. Enn fremur fólst í þessu samkomulagi tilhögun þinghalds áfram þessa viku og næstu. Ég tel að þessu sé hæstv. forseti deildarinnar að framfylgja með þeim afgreiðslum sem hann hefur staðið að í dag.

Kemur mér það satt að segja á óvart ef menn vita ekki af samkomulaginu sem gert var í gær.