24.02.1981
Sameinað þing: 54. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2518 í B-deild Alþingistíðinda. (2698)

Umræður utan dagskrár

Sjútvrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Eitt sinn gerði þessi hv. þm., Sighvatur Björgvinsson, landsfræga árás á Ólaf Jóhannesson forsrh. úr þessum stól.

Sú furðulega ræða, sem hann flutti hér nú, minnir mig á slíkan málflutning. Ég vil láta það koma skýrt fram, að Framsfl. stendur heils hugar að baki Ólafi Jóhannessyni í þeim ákvörðunum sem hann hefur tekið í utanríkismálum.