03.03.1981
Sameinað þing: 55. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2645 í B-deild Alþingistíðinda. (2776)

Rannsókn kjörbréfs - varamenn taka þingsæti

Forseti (Jón Helgason):

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„Reykjavík, 26. febr. 1981.

Sverrir Hermannsson, 4. þm. Austurl., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég þarf á næstunni tvívegis til útlanda í opinberum erindum, leyfi ég mér með vísun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska eftir að 1. varamaður Sjálfstfl. í Austurlandskjördæmi, Tryggvi Gunnarsson skipstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Sverrir Hermannsson

forseti Nd.

Tryggvi hefur áður átt sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili. Býð ég hann velkominn til starfa.

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„Reykjavík, 26. febr. 1981.

Ragnar Arnalds, 4. þm. Norðurl. v., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sinnt þingstörfum um sinn leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að vegna forfalla 1. varamanns taki 2. varamaður Alþb. í Norðurlandskjördæmi vestra, Þórður Skúlason sveitarstjóri, sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fara fram í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Sverrir Hermannsson,

forseti Nd.

Hér fylgir með skeyti frá Hannesi Baldvinssyni, 1. varamanni, ásamt kjörbréfi Þórðar Skúlasonar sem rannsókn þarf að fara fram á. Vil ég biðja kjörbréfanefnd að taka það til athugunar og verður gefið fundarhlé á meðan. — [Fundarhlé.]