03.03.1981
Sameinað þing: 55. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2645 í B-deild Alþingistíðinda. (2777)

Rannsókn kjörbréfs - varamenn taka þingsæti

Frsm. (Skúli Alexandersson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur komið saman til fundar og tekið fyrir kjörbréf Þórðar Skúlasonar sveitarstjóra á Hvammstanga sem taka skal sæti á þingi í forföllum Ragnars Arnalds fjmrh. Hann er 2. varamaður Alþb. í Norðurlandskjördæmi vestra, en 1. varamaður hefur tilkynnt forföll.

Nefndin leggur til að kjörbréfið verði tekið gilt og seta Þórðar Skúlasonar samþykkt.