11.03.1981
Efri deild: 63. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2846 í B-deild Alþingistíðinda. (2957)

220. mál, tímabundið olíugjald til fiskiskipa

Guðmundur Karlsson:

Herra forseti. Ég vil gera grein fyrir þeim fyrirvara sem ég gerði við undirskrift undir nál. Það var vegna þess að áður höfðu verið gefnar yfirlýsingar um að leitað yrði nýrra leiða til að bæta útgerðinni þann mikla kostnað sem orðinn er og stöðugt er að vaxa. Við sjálfstæðismenn erum á því, að það þurfi að veita útgerðinni aðstoð vegna þeirra miklu verðhækkana sem nú dynja stöðugt yfir. Við teljum að það hefði átt að vinna hraðar og betur að lausn þessa máls, en ég viðurkenni að ég kann ekki „patentlausn“ þar á. Ég mun sitja hjá við atkvgr., en ekki tefja málið.