12.03.1981
Sameinað þing: 60. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2865 í B-deild Alþingistíðinda. (2988)

241. mál, bætt þjónusta við íbúa Vestur-Húnavatnssýslu

Flm. (Þórður Skúlason):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. 5. þm. Norðurl. v. fyrir yfirlýstan stuðning við till. mína um bætta opinbera þjónustu við íbúa Vestur-Húnavatnssýslu. Þar talaði maður sem gjörþekkir allar aðstæður og nauðsyn þess að úrbætur fáist á því sviði sem till. gerir ráð fyrir. Það er von mín, að till. fái jákvæða afgreiðslu í nefnd og flutningur hennar leiði til úrbóta í þessu hagsmunamáli Vestur-Húnvetninga.