17.03.1981
Sameinað þing: 61. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2912 í B-deild Alþingistíðinda. (3036)

Umræður utan dagskrár

Forsrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Ég hafði óskað eftir því við hæstv. forseta, að hann tæki 4. mál á dagskrá fyrir í upphafi eða snemma þessa fundar. Það er fsp. til mín frá hv. þm. Halldóri Blöndal. Svo er mál með vexti, að ég held að þetta sé þriðji eða fjórði fundurinn sem ég hef óskað eftir að svara þessari fsp., en hv. fyrirspyrjandi er ekki við. Mér skilst á hæstv. forseta að hann taki málið ekki fyrir vegna þess að hv. fyrirspyrjanda vanti. Ég vil, vegna þess að nokkuð er umliðið síðan þessi fsp. var borin fram, láta þetta koma fram.