17.03.1981
Sameinað þing: 62. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2940 í B-deild Alþingistíðinda. (3076)

Umræður utan dagskrár

Stefán Guðmundsson:

Herra forseti. Mér er ljúft að svara hv. fyrirspyrjanda um þetta efni og vona að hann geti sæmilega við þau svör unað.

Við 1. liðnum segi ég nei. Við 2. liðnum segi ég nei. Í sambandi við b-lið 2. spurningar vil ég segja, að af fyrri svörum er hér engu við að bæta. Og í sambandi við c-liðinn vildi ég mega vonast til þess, að fyrirspyrjandi og ég getum vel unað svörum formanns Framsfl.

Ég get svo sagt það til viðbótar, að ég ber mikið traust til núv. utanrrh. Við vitum það, bæði ég og hv. fyrirspyrjandi, að þar fer drengskaparmaður. Það er m. a. af þeim sökum sem ég treysti því, að öryggismál þjóðarinnar séu í góðum höndum.