18.03.1981
Sameinað þing: 63. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2954 í B-deild Alþingistíðinda. (3092)

125. mál, tilraunageymir til veiðarfærarannsókna

Magnús H. Magnússon:

Herra forseti. Ég tek mjög undir það sem hv. 1. flm.þáltill., sem hér er til umr., sagði í framsöguræðu sinni. Við vitum mörg dæmi þess, að skip hafa verið með ranglega hönnuð veiðarfæri. Túr eftir túr og jafnvel langtímum saman, eins og kom fram hjá hv. síðasta ræðumanni, hafa menn verið að fikra sig áfram hver fyrir sig með ærnum tilkostnaði fyrir sjómenn, útgerðarmenn og þjóðfélagið. Sérstaklega á þetta við þegar ný veiðarfæri eða ný útfærsla á veiðarfærum er á döfinni. Kostnaður við slíkar tilraunir er auðvitað óheyrilegur, eins og hér hefur komið fram. Ég tel að hér sé um þýðingarmikið mál að ræða og styð það eindregið