19.03.1981
Neðri deild: 64. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2998 í B-deild Alþingistíðinda. (3143)

Umræður utan dagskrár

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ástæðan fyrir því, að umr. er ekki leyfð, er sem sé sú, að hæstv. sjútvrh. neitar að svara. Hann neitar að svara, hæstv. ráðh., þegar það hefur gerst í millitíðinni, frá því að umr. lauk í gær og þar til óskað er eftir að umr. fari fram um málið í dag, að varamaður hans á Alþingi hefur gefið upplýsingar um það mál sem hæstv. ráðh. hefur verið spurður um, en hann sjálfur hefur neitað að gefa til þessa. Þegar hæstv. sjútvrh. og formaður Framsfl. er spurður um þessar upplýsingar varaþm. hans beitir hann valdi sínu — sem hann vissulega hefur hér á Alþingi sem ráðh. — til þess að stöðva umr. með því að neita að svara.

Þessu mótmæli ég, herra forseti, ekki við forseta, sem hér fer rétt að, heldur framkomu ráðh. í málinu.