04.11.1980
Neðri deild: 11. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 456 í B-deild Alþingistíðinda. (325)

17. mál, olíugjald til fiskiskipa

Sjútvrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Það er að vísu vel þekkt, að tilgangslaust er að skvetta vatni á gæs, en ég endurtek þó einu sinni enn það sem ég las orðrétt upp í gærkvöld eftir oddamanni í Verðlagsráði, yfirlýsingu hans um að ég átti viðræður við Ingólf Ingólfsson föstudaginn 3. okt. kl. 2 e.h. Ég sagðist vonast til þess, að hér væri um misskilning að ræða. Ef það er ekki eru þetta ósannindi sem Ingólfur Ingólfsson hefur borið inn í nefndina. Þetta má fá staðfest af fleiri aðilum, ef hv. þm. óskar, en ég mun afhenda honum ljósrit af umræddri yfirlýsingu frá oddamanni Verðlagsráðs.