31.03.1981
Sameinað þing: 67. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3186 í B-deild Alþingistíðinda. (3309)

265. mál, olíuviðskipti við Breta

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Sjónarmið okkar sjálfstæðismanna varðandi olíukaup hafa áður komið fram hér á Alþingi, m. a. með flutningi till. okkar hv. 1. þm. Reykv., Geirs Hallgrímssonar. Þar er lýst svipuðum sjónarmiðum og fram komu nú hjá hæstv. viðskrh. og hv. 2. þm. Reykn. Ég fagna því, hversu sammála við erum um þetta mál. Það er ljóst að öryggisins vegna eigum við ekki að hafa olíuviðskipti aðeins við eina þjóð, heldur hafa viðskipti við fleiri aðila. Auðvitað eigum við að hafa eins hagkvæm viðskipti og mögulegt er hverju sinni, en öryggið hlýtur að sitja í fyrirrúmi.