01.04.1981
Neðri deild: 69. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3273 í B-deild Alþingistíðinda. (3387)

181. mál, meðferð einkamála í héraði

Dómsmrh. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Hér er um að ræða frv. til l. um breyt. á lögum um meðferð einkamála í héraði. Það er samið af réttarfarsnefnd. Það var fyrst lagt fram á Alþingi árið 1976. Síðan hefur það verið endurflutt, athugað og endurskoðað nokkrum sinnum.

Réttarfarsnefnd telur að þetta frv. megi vel samþykkja án tillits til þess hvað verður um lögréttufrv. sem lagt hefur verið fram á Alþingi nokkrum sinnum. Talið er að veruleg réttarbót fáist ef frv. þetta nær fram að ganga vegna þess að það horfir til einfaldari og greiðari meðferðar einkamála í héraði.

Frv. þetta var lagt fram í hv. Ed. Allshn. þeirrar deildar hefur skoðað það og mælt einróma með því að það verði samþykkt. Vona ég að hv. Nd.-menn og sú nefnd sem fær það til athugunar, geti á þetta fallist. Ég hef ekki fleiri orð um frv., en legg til að því verði að lokinni þessari umr. vísað til hv. allshn.