01.04.1981
Neðri deild: 69. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3274 í B-deild Alþingistíðinda. (3390)

181. mál, meðferð einkamála í héraði

Dómsmrh. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Út af fsp. hv. 1. landsk. þm., sem hér talaði síðastur, skal ég láta þess getið, að eins og nú horfir er þetta sérstaka mál, sem hann nefndi, ekki til sérstakrar athugunar í ráðuneytinu. Hvort það verður síðar skal ég ekki um segja. En um þessi mál, bæði þetta og skyld mál, gæti ég gjarnan rætt nánar við hv. þm. við annað tækifæri. En sem sameiginlegt svar til þeirra beggja, hv. 1. landsk. þm. og hv. 7. landsk. þm., skal ég geta þess — sem óþarft er að taka fram — að eitt meginverkefni dómsmrn., sem að er unnið frá degi til dags, er að greiða götu manna og sjá til þess að hver og einn nái rétti sínum að lögum.