02.04.1981
Sameinað þing: 69. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3375 í B-deild Alþingistíðinda. (3460)

9. mál, iðnaður á Vesturlandi

Frsm. (Eggert Haukdal):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 553 frá atvmn. um till. til þál. um eflingu iðnaðar á Vesturlandi. Nál. er svohljóðandi:

„Nefndin ræddi till. og sendi til umsagnar ýmissa aðila. Umsagnir hafa borist frá eftirtöldum aðilum: Iðntæknistofnun Íslands, Félagi ísl. iðnrekenda og Framkvæmdastofnun ríkisins. Lýst er fullum stuðningi við till. og að hún megi ná fram að ganga. Leggur n. til að till. verði samþykkt.“

Þessi till. var flutt í fyrra og varð ekki útrædd, en er nú endurflutt af öllum þm. Vesturl. Eðlilegt er að afgreiða þessa till. og að þeirri áætlun, sem gert er ráð fyrir með samþykkt hennar, verði hraðað.