07.04.1981
Efri deild: 73. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3472 í B-deild Alþingistíðinda. (3529)

217. mál, lánsfjárlög 1981

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því, að þessi grein fjallar um framlag ríkisins sem er lögákveðið, en ekki um sérstakar ráðstafanir til þess að efla Bjargráðasjóð vegna ofviðrisins í vetur er leið. Og þar er brtt. frá mér ásamt fleiri hv. þm. um sérstakar ráðstafanir að því leyti. Hvað sem verður um þá till. — og að sjálfsögðu vonast ég til að hún verði samþykkt — þá er nauðsynlegt að Bjargráðasjóður haldi sínum lögákveðnu tekjum. Því segi ég nei.