08.04.1981
Efri deild: 74. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3546 í B-deild Alþingistíðinda. (3569)

217. mál, lánsfjárlög 1981

Frsm. 2, minni hl. (Lárus Jónsson):

Herra forseti. Aðeins örfá orð.

Í samræmi við það, sem ég sagði áðan við umr., höfum við flm. ákveðið að draga til baka till. sem við fluttum, en flytja nýja tillögu sem er samhljóða hinni fyrri nema þar er upphæðin lækkuð í 5 millj. kr. Tillagan yrði þá þannig:

Ríkisstj. er heimilt á árinu 1981 að taka lán að upphæð allt að 5 millj. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt, sem verja skal til greiðslu byrjunarkostnaðar við byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli samkv. nánari ákvörðun utanrrh.

Þessi till. er fram komin vegna tilmæla frá hæstv. utanrrh. og til þess að freista þess að menn nái saman um þetta mál.