08.04.1981
Efri deild: 74. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3547 í B-deild Alþingistíðinda. (3576)

217. mál, lánsfjárlög 1981

Utanrrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Í þessari brtt. er aðeins um að ræða heimild til lántöku. Ég hef í ríkisstj. áskilið mér rétt til að fylgja slíkri brtt. ef fram kæmi, og hefur þessi afstaða mín verið bókuð í gerðabók ríkisstj. Þó að þessi lántökuheimild verði samþykkt gilda ákvæði stjórnarsáttmálans eftir sem áður þannig að framkvæmdir geta ekki hafist nema fyrir liggi samþykki allra ráðh. Lántökuheimild þessi verður ekki heldur notuð nema að fengnu samþykki allrar ríkisstj. Samþykkt þessarar tillögu brýtur því ekki í bág við stjórnarsáttmálann. Með tilvísun til þess, sem ég hef sagt svo og þess, sem kom fram í ræðu minni áðan um nauðsyn á byggingu nýrrar flugstöðvar segi ég já.