10.04.1981
Neðri deild: 78. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3623 í B-deild Alþingistíðinda. (3712)

281. mál, lífeyrissjóður sjómanna

Félmrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. Vegna þess að við komum aðeins að undirbúningi þessa máls í mínum ráðuneytum vil ég taka fram að það er um að ræða villu í 3. gr. Þar á auðvitað að standa: 1.–4. mgr. 10. gr. falli brott, en í stað komi o. s. frv. Að öðru leyti vil ég þakka hv. 8. landsk. þm. fyrir þær ábendingar sem hér hafa komið fram.

Þetta frv. ber að skoða í tengslum við frv. til l. um breyt. á lögum um almannatryggingar þar sem gert er ráð fyrir nokkurri lækkun á lífeyrisaldri sjómanna, réttindaaldri sjómanna þeim megin líka. Það frv. er nú til lokameðferðar í hv. Ed.