10.04.1981
Neðri deild: 78. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3641 í B-deild Alþingistíðinda. (3719)

217. mál, lánsfjárlög 1981

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ég fagna því, að hv. þm. Sighvatur Björgvinsson lýsir yfir fullri samstöðu við hug minn og tal í þessu máli, og ég fagna því, að hann — og ég reikna þá með hans þingflokkur — muni vilja og sé reiðubúinn til þess að starfa að slíkri tillögugerð. En ég vil jafnframt undirstrika það, að ég er ekki reiðubúinn til þess að steypa þjóðinni út í langvarandi stjórnarkreppu, eins og reynsla er fyrir, vegna þessa máls. Ég vona að við eigum samstarf í þessu máli.