13.04.1981
Neðri deild: 79. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3679 í B-deild Alþingistíðinda. (3756)

217. mál, lánsfjárlög 1981

Eggert Haukdal:

Herra forseti. Fyrir löngu hefði átt að vera komin ný flugstöð á Keflavíkurflugvelli og þar með venjulegt farþegaflug aðgreint frá herstöðinni. Það má vel vera að flugstöðin sé of stór samkv. nýjustu teikningum eins og flugið er núna. Það þarf að endurskoða svo og að kostnaðarhlutdeild Bandaríkjamanna í byggingunni verði miklu meiri. Ég segi já.