29.04.1981
Neðri deild: 84. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3832 í B-deild Alþingistíðinda. (3910)

139. mál, söluskattur

Frsm. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Þetta nál. er um frv. um breyt. á lögum um söluskatt með áorðnum breytingum. Þetta frv. hefur verið rætt á nokkrum fundum fjh.- og viðskn. og var haft samráð við fulltrúa frá fjmrn. Frv. fjallar um að létta söluskatti af vogum og rafeindatækjum sem notuð eru í fiskiðnaði til mælinga og skoðana. Hefur n. lagt til að gera þá breytingu á frv., að þetta væri í heimildarformi. Er n. sammála um þessa afgreiðslu málsins og leggur til að frv. verði samþykkt með þeirri breytingu sem prentuð er á sérstöku þskj.