30.04.1981
Neðri deild: 85. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3871 í B-deild Alþingistíðinda. (3921)

306. mál, verðlagsaðhald

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Þessi umræða hefur nú staðið í fjóra og hálfa klst, en eins og hv. þm. er kunnugt um eru heimildir til þess að stytta ræðutíma að þrem tímum liðnum. Það má þó mjög vera að mér sorfið að ég bregði á það ráð og það er ekki nálægt því komið að því. En af ýmsum ástæðum er mér hin mesta nauðsyn á, ef hægt væri, að ná fram atkvæðagreiðslu um sexleytið og bið ég nú um góða samvinnu við hv. þdm. að svo megi verða.