04.05.1981
Neðri deild: 87. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3940 í B-deild Alþingistíðinda. (3997)

302. mál, lögréttulög

Dómsmrh. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Út af ummælum síðasta hv. ræðumanns vil ég aðeins taka fram, að það, sem fyrst og fremst þarf hér að koma til, er að frv. þetta nái athygli og eyrum hv. alþm. Það er ekki forsvaranlegt að gera þessa breytingu á viðkomandi löggjöf nema alþm. sjálfir hafi glöggvað sig á þessari breytingu, vegið hana og metið og gert upp hug sinn og afstöðu til hennar.