05.05.1981
Sameinað þing: 79. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3975 í B-deild Alþingistíðinda. (4044)

295. mál, framkvæmd laga um fóstureyðingar

Félmrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Fyrst er spurt: Hver hefur verið framkvæmd laga um fóstureyðingar nr. 25/1975?

Svar: 22. maí 1975 öðluðust gildi ný lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Þessi lög koma í staðinn fyrir lög nr. 38/1935.

Á undanförnum árum hefur skráðum fóstureyðingum fjölgað nokkuð á Íslandi. Þrátt fyrir þessa aukningu eru fóstureyðingar mun fátíðari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum, sbr. eftirfarandi töflu. Ef við tökum árið 1975 og miðum við fóstureyðingar á 1000 konur á aldrinum 15–49 ára, þá eru tölurnar þessar fyrir árið 1975: Ísland 5, Noregur 19.6, Danmörk 23.7, Svíþjóð 17.7, Finnland 19.9, Grænland 33.3. — 1976 eru tölurnar sem hér segir: Ísland 7, Noregur 16.6, Danmörk 22.7, Svíþjóð 17.5, Finnland 16.3, Grænland 30.3. — 1977 eru tölurnar á þessa leið: Ísland 8.4, Noregur 17.4, Danmörk 21.6, Svíþjóð 16.9, Finnland 14.7, Grænland 32.4. — 1978 eru tölurnar sem hér segir: Ísland 8.4, Noregur 16.4, Danmörk 19.7, Svíþjóð 17.1, Finnland 14, Grænland 31.2. — Árið 1979 eru tölurnar á þessa leið: Ísland 9.9, Noregur 15.8, Danmörk 19.1, Svíþjóð 18.3, Finnland 13.1, Grænland 36.1.

Á s. 1 áratug var fóstureyðingarlöggjöf allra Norðurlandanna breytt og fjölgaði fóstureyðingum verulega í kjölfar breytinganna. Fóstureyðingarlöggjöf Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs er nú mun rýmri en íslensku lögin frá 1975. Finnsku fóstureyðingarlögin frá 1970 eru að nokkru sambærileg við íslensku lögin, en í nokkrum tilvikum eru þau þó rýmri en þau lög sem gilda hér á landi.

Ekki þykir hér ástæða til að gera frekari grein fyrir eðli fóstureyðinga hér á landi, en benda má á að í heilbrigðisskýrslum síðan 1976 eru birtar tölulegar upplýsingar um fóstureyðingar. Þær eru þar flokkaðar eftir lögheimili konu, aðgerðarstað, hjúskaparstétt og sambúð, starfi konu, fjölda fyrri fæðinga, fjölda fyrri fóstureyðinga, laga um fóstureyðingar. 3976 lengd meðgöngutíma, aðferð við fóstureyðingu og eftir forsendum umsóknar.

Í kjölfar laga nr. 25/1975 fjölgaði fóstureyðingum nokkuð hér á landi, svo sem búast mátti við og eins og kom fram í þeim tölum sem ég las hér áðan. Bráðabirgðatölur frá 1980 benda hins vegar til þess, að ákveðnu hámarki sé náð í hlutfalli fóstureyðinga hér á landi. Þegar á heildina er lítið verður að telja að framkvæmd laga nr. 25/1975 hafi tekist allvel. Skipulögð fræðsla og ráðgjöf um kynferðismál ásamt bættum félagslegum aðbúnaði er hins vegar áreiðanlega eitt helsta úrræðið til þess að sporna gegn frekari fjölgun fóstureyðinga og viðhalda þeirri sérstöðu Íslands að hafa hlutfallslega langlægsta tíðni fóstureyðinga meðal norrænna þjóða.

Önnur spurningin var þessi: Hver var árlegur fjöldi fóstureyðinga síðustu fimm árin fyrir setningu laganna? Samkv. heilbrigðisskýrslum, sem gefnar eru út af landlæknisembættinu, var fjöldi fóstureyðinga 1970–1975 sem hér segir: Árið 1970 95, árið 1971 136, árið 1972 136, árið 1973 194, árið 1974 219.

Þriðja spurning: Hver hefur árlegur fjöldi fóstureyðinga verið frá setningu laganna?

Síðan 1975 hefur fjöldi fóstureyðinga verið eftirfarandi samkv. upplýsingum úr heilbrigðisskýrslum: 1975 274, 1976 371, 1977 449, 1978 453, 1979 549. Endanlegar tölur fyrir árið 1980 liggja ekki enn fyrir, en bráðabirgðatala er rúmlega 500 fóstureyðingar það ár. Þess ber einnig að geta í þessu sambandi, að árið 1978 voru framkvæmdar um 30 fóstureyðingar vegna faraldurs rauðra hunda og 1979 voru framkvæmdar um 60 fóstureyðingar af sömu ástæðum hér á landi.

Fjórða spurning: Hvaða ástæður hafa einkum verið tilgreindar fyrir fóstureyðingum?

Árið 1975 var fjöldi fóstureyðinga 274. Þar af voru 208 heimilaðar vegna líkamlegra og/eða sálrænna ástæðna, en 48 vegna félagslegra ástæðna eingöngu. Á árunum 1976–1979 voru fóstureyðingar heimilaðar af eftirfarandi ástæðum hér á landi: 1976 tek ég þá fyrst: Félagslegar ástæður 233, læknisfræðilegar ástæður 66, hvort tveggja 70. Vantar upplýsingar í tveimur tilvikum. — 1977: Félagslegar ástæður 351, læknisfræðilegar ástæður 48, hvort tveggja 46, vantar upplýsingar í fjórum tilvikum. — 1978: Félagslegar ástæður 325, tæknisfræðilegar ástæður 74, hvort tveggja 50, vantar upplýsingar í fjórum tilvikum. — 1979 skiptist þetta þannig: Félagslegar ástæður 411, læknisfræðilegar ástæður 102, hvort tveggja 32.

Ég vænti þess, herra forseti, að ég hafi þá svarað þeim fsp. sem til mín var beint, en svörin eru tekin saman af landlæknisembættinu.