05.05.1981
Sameinað þing: 80. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3982 í B-deild Alþingistíðinda. (4054)

57. mál, takmörkun aðgangs erlendra herskipa og herflugvéla að landhelgi Íslands

Frsm. (Geir Hallgrímsson):

Herra forseti. Utanrmn. hefur fjallað um till. til þál. um að takmarka aðgang erlendra herskipa og herflugvéla að 12 mílna landhelgi Íslands er hv. þm. Benedikt Gröndal flutti fyrr á þessu þingi. Nefndin er sammála um að nauðsyn beri til að utanrrh. láti í samráði við dómsmrn. undirbúa setningu nýrra ákvæða í stað þeirra sem gefin voru út um þetta efni 24. júlí 1939, eins og fram kemur í nál. á þskj. 605. Með tilvísun til nál. er það eindregið álit utanrmn. að mæla með því við Alþingi að Alþingi samþykki þáltill.