16.10.1980
Sameinað þing: 4. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í B-deild Alþingistíðinda. (41)

Beiðni um umræður utan dagskrár

Forseti (Jón Helgason):

Síðdegis í gær óskaði formaður þingflokks Sjálfstfl., hv. 3. þm. Reykn., eftir umr. utan dagskrár í dag um málefni Flugleiða. Ég benti hv. þm. á að daginn áður hefði Alþingi samþykkt samhljóða að leyfa beiðni um skýrslu frá samgrh. þar sem beðið er um allar upplýsingar um hag Flugleiða og áform ríkisstj. í málefnum félagsins, því væri rétt að athuga, hvenær sú skýrsla væri væntanleg, áður en horfið væri frá þeirri málsmeðferð sem Alþingi hefði samþykkt samhljóða.

Samgrh. hefur nú staðfest að þessari skýrslu verði útbýtt n.k. mánudag og verður hún rædd hér n.k. þriðjudag. Ég tel ekki hafa komið fram tilefni til að breyta samþykkt Alþingis um meðferð þessa máls og leyfa umr. um það í dag utan dagskrár.