07.05.1981
Neðri deild: 89. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4065 í B-deild Alþingistíðinda. (4178)

36. mál, tímabundið innflutningsgjald á sælgæti og kex

Frsm. meiri hl. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Mál þetta var afgreitt frá fjh.- og viðskn. nál. dags. 12. mars. Ég hafði staðið í þeirri meiningu að mál þetta hefði hlotið afgreiðslu. Þess vegna tók það mig dálitla stund að finna málið.

Fjh.- og viðskn. hefur fjallað um þetta frv. á nokkrum fundum. Eins og menn vita er hér um að ræða staðfestingu á brbl. sem gefin voru út 5. sept. 1980. Þessi löggjöf hefur hlotið allverulega umr. hér á Alþingi í tengslum við önnur mál og sé ég ekki ástæðu til að efna til frekari umr. hér um þetta mál.

Meiri hl. n. leggur til að frv. verði samþykkt, en minni hl. n. skilar séráliti. Hv. þm. Sighvatur Björgvinsson undirritaði nál. meiri hl. með fyrirvara, eins og sjá má í nál: á þskj. 507.