07.05.1981
Neðri deild: 89. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4068 í B-deild Alþingistíðinda. (4187)

174. mál, fiskveiðilandhelgi Íslands

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Það er að sjálfsögðu hægt að óska eftir því, að hv. 6. landsk. fari á miðilsfund og reyni þá að ná sambandi við hann. En mér þykja þetta harla léttvæg rök hjá hv. 6. landsk., að koma hér fram og bera fram einhverjar óskir í nafni sjútvrh. Hæstv. ráðh., sem flytur þetta frv. sem þm., en ekki sem ráðh. — þetta er ekki stjfrv.,— hann hefur flutt og fylgt málinu úr hlaði og málinu var vísað til hv. n. í deildinni sem hefur skoðað málið mjög gaumgæfilega og gefið út sitt nál. Þeir, sem mæla með samþykkt málsins í n., eru að sjálfsögðu reiðubúnir til þess að svara af hverju þeir mæla með málinu. Og ef það er eitthvað sem vefst fyrir hv. 6. landsk., þá veit ég að formaður n.; hv. þm. Garðar Sigurðsson, getur uppfrætt hann um það sem á vantar.