07.05.1981
Neðri deild: 89. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4069 í B-deild Alþingistíðinda. (4192)

263. mál, varnir gegn mengun sjávar frá landstöðvum

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Eins og menn hafa orðið áþreifanlega varir sem hlýtt hafa á auglýsingar Ríkisútvarpsins nú í hádeginu, þá eru í dag 30 ár liðin síðan bandaríska varnarliðið tók sér bólfestu hér á Íslandi. Í því sambandi hafa áhugamenn um þau mál boðað til mikilla fundahalda í dag. Frv. þetta er frv. til l. um varnir gegn mengun sjávar og mun sennilega vera eina varnarmálaumræðan sem á sér stað á Alþingi í dag af hálfu þm. Alþb.