07.05.1981
Neðri deild: 89. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4069 í B-deild Alþingistíðinda. (4193)

263. mál, varnir gegn mengun sjávar frá landstöðvum

Jósef H. Þorgeirsson:

Herra forseti. Það var út af upphafsorðum hv. frsm. allshn. sem mig langaði að varpa fram þeirri spurningu, hvort sértrúarsöfnuður koladrápsmanna gæti ekki fallist á að það væri jafnvel áhrifaríkari aðferð við að drepa kola og eyðileggja Faxaflóa að leyfa menguninni að hafa sinn framgang.