07.05.1981
Neðri deild: 89. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4069 í B-deild Alþingistíðinda. (4194)

263. mál, varnir gegn mengun sjávar frá landstöðvum

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Það fer vart á milli mála, að það er sterkt álit margra þeirra sem í kringum Faxaflóa búa, — og ég tek þetta sérstaklega fram vegna þeirra orða sem hv. 2. landsk. þm. viðhafði hér, — að það sé meiri mengun af þeirri starfsemi, sem þar fer fram af hálfu sementsverksmiðjunnar á Akranesi heldur en nokkurn tíma af örfáum veiðarfærum þótt dragnót heiti í daglegu tali.