08.05.1981
Neðri deild: 90. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4156 í B-deild Alþingistíðinda. (4287)

311. mál, almenn hegningarlög

Dómsmrh. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Frv. þetta var samþykkt shlj. í Ed. Það er samið í dómsmrn. og fjallar um breytingu á 6. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 frá 1940, en rn. hefur talið nauðsynlegt að gera þessa lagabreytingu svo að Ísland geti gerst aðili að samningi sem gerður hefur verið að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn töku gísla. Jafnframt því sem þetta frv. er flutt hefur verið borin fram af utanrrh. till. til þál. um heimild fyrir ríkisstj. til að fullgilda framangreindan samning. Þurfa þessi tvö mál að fylgjast að og ná samþykkt á þessu þingi.

Ég geri að tillögu minni að þessu máli verði að lokinni 1. umr. vísað til 2. umr. og hv. allshn.