08.05.1981
Neðri deild: 90. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4158 í B-deild Alþingistíðinda. (4296)

174. mál, fiskveiðilandhelgi Íslands

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Þeirri málaleitan er hafnað. Hv. 6. landsk. þm. á sæti í sjútvn. Þar hafði hann tækifæri til að segja álit sitt. Hann notfærði það með þeim hætti sem menn geta sjálfir kynnt sér á þskj. 529. Enn er þess að geta, sem þarf sérstaklega að fara að taka til athugunar, að okkur þingforsetum þykir fullmikið að því gert að þm. auglýsi sig á fundum á reglulegum starfsdögum þingsins — ég tala nú ekki um þegar liður að lokum þings og annir eru með þeim hætti sem hér ber vitni um og á hverju þingi þegar að lokum liður. Þess vegna er það með öllu ólíðanlegt að þm. sitji slímusetur á fundi um landsbyggðina þvera og endilanga þegar þeir hafa sem mest að vinna á hinu háa Alþingi.

Hv. 4. þm. Vesturl. tekur til máls um þingsköp og styttast þær umr. enn.