11.05.1981
Sameinað þing: 82. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4181 í B-deild Alþingistíðinda. (4321)

Rannsókn kjörbréfs - varamenn taka þingsæti

Frsm. (Jósef H. Þorgeirsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur athugað kjörbréf Jóns Inga Ingvarssonar, sem er 2. varamaður Framsfl. í Norðurlandskjördæmi vestra. Jafnframt hefur legið fyrir nefndinni skeyti frá 1. varamanni Framsfl. í Norðurlandskjördæmi vestra, Boga Sigurbjörnssyni, sem skýrir frá því, að hann geti ekki vegna embættisanna tekið sæti á Alþingi.

Nefndin er sammála um að mæla með því við deildina að meta kjörbréfið gilt.